Neðra-Vatnshorn Gistiheimili

Neðra-Vatnshorn Gistiheimili

Neðra-Vatnshorn Gistiheimili

No reviews
  • Neðra-Vatnshorni, 531 Hvammstanga (dreifbýli), Iceland
  • 4512928
  • Gistihús

Bændagisting Neðra-Vatnshorn

Boðið er upp á tvö tveggja manna og eitt þriggja manna herbergi í gamla bænum. Öll herbergi eru með handlaug en með sameiginlegu baði/WC. Aukarúm fyrir börn og unglinga og barnarúm fyrir smábörn. Sameiginleg setustofa með sjónvarpi, lesefni, spilum og leikföngum fyrir börn. Góð eldunaraðastaða er í húsinu.

Tvö tveggja manna herbergi í smáhýsum með baði. Uppbúin rúm og morgunmatur með áherslu á heimatilbúið matvæli frá bænum. Hægt að leiga gamla húsið út fyrir allt að 8 manns með eða án líns

Neðra-Vatnshorn er vel staðsett við þjóðveg nr. 1 á Norðurlandi vestra í sveitarfélagi Húnaþingi vestra. Bærinn er miðsvæðis milli Reykjavíkur og Akureyrar. Stutt er í næsta þéttbýli , Hvammstanga þar sem má finna verslun, sundlaug, handverkshús , Selasetur Íslands , veitingastaðir og aðra þjónustu. Stutt er frá bænum í helstu nátturuperlur á Vatnsnesi, í Kolugljúfur og Borgarvirki og svæði er einnig paradís veiðimanns með ótal á og vötnum. Góðar gönguleiðir frá bænum og í nágrenni.

Á bænum eru hross og sauðfé. Gestum er velkomin að fylgast með störfum á bænum eins og sauðburður í mai. Börnin geta fengið að fara á hestbak.
Ferðaþjónustan Neðra-Vatnshorn er aðili að  Hey Iceland og hefur umhverfisstefnan þeirra að leiðarljósi.

Verið velkomin til okkar í sveitina!

Share: Facebook Twitter LinkedIn Email

Skildu eftir svar

error: Content is protected.....B Companies Group.....