Mið-Hvoll Sumarhús

Mið-Hvoll Sumarhús

Mið-Hvoll Sumarhús

No reviews
  • Suður Hvoll, 871 Suður Hvoll, Iceland
  • 8633238
  • Gistihús

Við höfum til leigu sjö notaleg sumarhús sem staðsett eru í kyrrlátu og fallegu umhverfi á Suðurlandi. Fjölmargar náttúruperlur er að finna í nágrenni húsanna eins og Dyrhólaey, sem sést frá þeim, og Reynisdranga. Húsin eru staðsett á sléttlendi og víðsýnt til allra átta. Einungis er um 10 mínútna þægilegur gangur frá húsunum niður að sjó.Eftir fjörunni er hægt að ganga að Dyrhólaey ef áhugi er fyrir hendi en það er um 3-4 klst. ganga. Mjög fallegt útsýni, Eyjafjalla- og Mýrdalsjökull blasa við frá húsunum og einnig Dyrhólaey og Pétursey. Húsin eru í landi bæjarins Suður-Hvols skammt frá Þjóðvegi 1. Stutt er í alla helstu þjónustu í Vík í Mýrdal u.þ.þ.b. 10 mínútna akstur. Um 180 km eru að húsunum frá Reykjavík. Staðurinn er ekki síður fallegur að vetri til og ekki skemmir að Norðurljósin sjást gjarnan vel.

Húsin eru 26,5 fermetrar að stærð, mjög hentug fyrir tvo en mögulegt er fyrir fjóra að gista. Eitt svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi (140x200cm). Í stofunni er svefnsófi fyrir tvo (140×200). Þá er í húsunum fullbúið eldhús og sturtuklefi er á salerni. Húsin eru leigð með sængurfötum og handklæðum og rúm uppábúin. Þrjú húsanna hafa verið endurinnréttuð á síðustu tveim árum en í eldri húsunum er koja í svefnherbergi.

Einnig er boðið upp á hestaleigu á staðnum yfir sumartímann.

Share: Facebook Twitter LinkedIn Email

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Rate this by clicking on a star below: *

error: Content is protected.....B Companies Group.....