Kastalinn Lúxuxíbúðir er 6 tveggja herbergja íbúðir í aðalbyggingunni og 2 stúdíóíbúðir á jarðhæð í garðinum.
Staðsetningin gæti ekki verið betri. Í miðbænum en samt utan skarkala næturlífsins. Stutt að sækja alla þjónustu og mörg bestu veitingahúsin, barirnir, búðirnar og söfnin í nokkurra mínútna göngufæri.
Við tjörnina, bak við Fríkirkjuna og við hliðina á Listasafni Íslands og Hallargarðinum.
Miðbærinn, Harpa og 24 tíma matvöruverslun er allt innan seilingar.
Stuttur gangur að gömlu höfninni með öllu því lífi sem þar er.
Fullbúið eldhús með öllum búnaði, m.a. kaffivél, ísskáp, hitaplötum, örbylgjuofni, pottum, pönnum, borðbúnaði osfr. osfrv.
Kaffi, te, sykur osfrv. til staðar. Baðherbergi með gólfhita.
Hraðvirkt internet. Dagleg hreingerning, skipt um handklæði eftir þörfum osfrv..
Hraðþjónusta við komu og brottför.
Í stærri íbúðunum er svefnsófi sem hentar fyrir 2 börn undir 12 ára. Barnarúm fyrir yngri börn.
ÓKEYPIS GISTING FYRIR BÖRNIN
Nokkra metra frá tjarnarbakkanum og öll fuglalífinu á Tjörninni.
Af svölum íbúða á efri hæðinni er útsýni yfir tjörnina og Ráðhúsið.
Kaffistofa er í Listasafni Íslands við hliðina á Kastalanum Lúxusíbúðum.
Stuttur gangur er að Þjóðminjasafninu, þjóðarbókhlöðunni, Vigdísarstofu og Hálskóla Íslands.
Vesturbæjarlaug og Sundhöllin eru í göngufæri.
Stoppistöð # 2 er 180 metra frá Kastalanum þar sem allar ferðarúturnar stoppa og sækja farþega.