Velkomin á Hunkubakka.
Á Hunkubökkum hefur verið rekin ferðaþjónusta síðan 1974 samhliða sauðfjárbúskap. Gestgjafarnir á Hunkubökkum hafa ætíð lagt áherslu á trausta og persónulega þjónustu, góðan mat og vinalegt umhverfi.
Hunkubakkar er fjölskyldurekið gistiheimili, staðsett við Lagaveg nr. 206, 6 km vestan við Kirkjubæjarklaustur. Gistiheimilið á Hunkubökkum er fullkomin gisting fyrir alla ferðalanga sem dreymir um að kanna Suðurlandið þar sem frægustu kennileitin eins og Fjaðrárgljúfur, Lakagíga, Eldgjá, Landmannalaugar, Skaftafell og Jökulsárlón eru í tiltölulega stuttri akstursfjarlægð.
Við bjóðum upp á gistingu í tveggja til þriggja manna smáhýsum, með sér og/eða sameiginlegu baði. Að auki höfum við tveggja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi í aðalhúsi okkar.
Hægt er að bóka morgun- og kvöldverð á veitingastað okkar sem getur tekið á móti allt að 50 manns í einu. Við bjóðum upp á fjölbreytta rétti og leggjum áherslu á að nota mat frá býli og úr héraði.
Í næsta nágrenni er sundlaug með heitum pottum, 9 holu golfvöllur, veiði og síðast en ekki síst stórbrotin náttúra sem bíður upp á margar mismunandi gönguleiðir með erfiðleikastigi fyrir alla.
Gistiheimilið á Hunkubökkum er opið frá 1. febrúar til 31. október.
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin að Hunkubökkum.