Þetta hönnunarhótel er við Hvalfjörðinn, 50 km frá miðbæ Reykjavíkur. Það býður upp á ókeypis Wi-Fi Internet, heita potta með útsýni yfir fjörðinn og herbergi með flatskjásjónvarpi.
Herbergin á 2. hæð á Hótel Glymur eru búin ítölskum leðurhúsgögnum, einstökum listaverkum og annað hvort útsýni yfir fjörðinn eða fjöllin. Te-/kaffivél og baðsloppar bæta við þægindin.
Gestir geta prófað íslenska matargerð á veitingastað Glyms, sem er með stóra glugga sem snúa að firðinum. Úrval af drykkjum eru í boði á barnum. Nestispakka er hægt að setja saman ef þess er óskað.
Ókeypis aðgangur er að tölvu í móttöku Hótel Glyms sem gerir gestum kleift að vera Internettengdir á meðan dvöl þeirra stendur.
Í nágrenninu má finna afþreyingu á borð við gönguferðir, veiði og hestaferðir. Að auki eru nokkrir golfvellir staðsettir í stuttri akstursfjarlægð.