Dalakot Gistiheimili

Dalakot Gistiheimili

Dalakot Gistiheimili

No reviews
  • Dalbraut 2, 370 Búðardalur, Iceland
  • 434 1644
  • Gistihús

Dalakot er lítið einkarekið gistiheimili. Gistiheimili hefur verið í húsinu síðan um miðja síðustu öld. Árið 2013 keyptu hjónin Anna Sigríður Grétarsdóttir og Pálmi Jóhannsson gistiheimilið og gáfu því nafnið Dalakot. Síðan þá hafa þau unnuð að endurbótum á húsnæði og umhverfi þess og eru enn að.

Í gistiheimilinu eru 9 herbergi með gistirými fyrir 19 manns. Einnig er heilsárshús niður við ströndina sem hentar vel smærri hópum eða fjölskyldum með gistipláss fyrir 6 manns.

Veitingastaður og bar er rekinn á gistiheimilinu þar sem pizzur og hamborgar eru aðaluppistaða matseðils en einnig eru nokkrir sérréttir hússins.

Búðardalur er lítið þorp við Hvammsfjörð og eina þéttbýlið í Dölum. Dalabyggð er landbúnaðarhérað og mekka ostaframleiðslu landsins en í kringum hana byggðist þorpið upp eins og það er í dag.

Dalirnir búa yfir ríkri sögu þar sem nokkrar af þekktustu íslendingasögunum áttu sér stað. Hér er ríkt sögusamfélag og Dalamenn eru stoltir af uppruna sínum sem má rekja til noskra víkinga og írskrar konungsdóttur. Fortíðin er falin í hverju horni, örnefnum og bæjarnöfnum. Ósnortin náttúra Dalanna og fámennið gerir svæðið einstakt. Í Dalabyggð er að finna eitt fallegasta og víðáttumesta útsýnið yfir eyjarnar óteljandi á Breiðafirði.

Héðan er stutt í allar áttir, Borgarfjörður, Norðurland Vestra, Vestfirðir og Snæfellsnes er allt í innan við klukkutíma fjarlægð frá Búðardal.

Share: Facebook Twitter LinkedIn Email

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Rate this by clicking on a star below: *

error: Content is protected.....B Companies Group.....