Þetta gistiheimili er staðsett í Heimaey, í 500 metra fjarlægð frá Herjólfshöfn í Vestmannaeyjum. Sameiginlegt eldhús, sjónvarpsstofa og ókeypis WiFi eru til staðar.
Herbergi Guesthouse Árný eru með viðargólfi og baðherbergin eru sameiginleg. Hægt er að fá ókeypis afnot af ísskáp og örbylgjuofni í gestaeldhúsinu en þar geta gestir einnig fengið ókeypis kaffi og te yfir daginn. Rúmfatnaður og handklæði eru í boði.
Sædýrasafnið Sæheimar og Náttúrugripasafnið eru í innan við 10 mínútna göngufjarlægð. Almenningssundlaugin er í 100 metra fjarlægð. Vinsæli golfvöllurinn í Vestmannaeyjum er í 3 mínútna akstursfjarlægð frá gististaðnum.
Guesthouse Árný er tilvalinn gististaður fyrir fuglaskoðunarfólk. Vestmannaeyjar búa yfir stærstu lundanýlendu heims sem telur allt að 8 milljón fugla hvert sumar.