Frábær staðsetning á fögrum stað.
Staðsetning í Skaftártungu við suðurenda Fjallabaksleiða syðri og nyrðri gerir gistingu hjá okkur góðan kost fyrir þá sem vilja gista miðsvæðis og fara í dags ferðir í Landmannalaugar, Langasjó, Mælifell, Hólmsárbotna, Lakagíga, Reynisfjöru eða Skaftafell og Jökulsárlón. Allir þessir staðir eru innan við 90 mínúntna akstursfjarlægð frá okkur.