Reykjavík 4. Maí 2020
Hefur þú áhuga!
Við erum að fara af stað í leit að hugmyndum og skoða möguleika sem gætu myndast með rétta fólkinu í ferðageiranum hvað varðar ævintýraferðir um Vestur og Suðurland. 3 dagar á Vesturlandi og 3 dagar á Suðurlandi. Samtals 6 daga ferðir með öllu inniföldu svo dæmi sé tekið.
Við erum með gistiheimilið Hvítá í Borgarfirðinum sem getur tekið allt að 40+ manna hópa í gistingu, mat/drykk og kósíkvöld. Gistiheimilið er staðsett í hjarta Vesturlands eins og við orðum það eða um 20 mínútan akstur frá Borgarnesi og þaðan stutt í allar helstu náttúruperlur Vesturlands.
Borgarfjörður er annálaður fyrir náttúrfegurð og sama gildir um Snæfellsnes.
Það sem Vesturland hefur upp á að bjóða á: https://www.west.is/is,
Það sem Suðurland hefur upp á að bjóða: https://www.south.is/is
F.h. Guesthouse Hvítár
Hvítárbakki 7
311 Borgarnes
info@guesthousehvita.is
Ólafur og Sigrún
Sími 692 3048